Verkefni í
vinnslu
Önnur plata trommulausa píano kvartetts Halla Guðmunds.
Árið 2020 kom út platan "Black and White - Chet" og hlaut hún mjög góðar viðtökur, strax sama ár hóp Halli upptökur á grunnum fyrir næstu plötu kvartettsins.
Platan er væntanlega á streymisveitur 1.Nóvember 2025. Kvartettinn er eins skipaður og á fyrri plötu, Böðvar Reynisson syngur, Agnar Már Magnússon leikur á píanó, Snorri Sigurðarson leikur á trompet og flygil horn.
Nýja platan býður þó upp á nokkuð nýjan hljóðheim, ólíkt þeirri fyrri, sem var öll sungin af Böðvari og einungis notað flygilhorn, þá eru hér nokkrir gesta söngvarar, strengjaútsetningar og trompetar með effektum, þannig að hljóðheimurinn er töluvert breiðari.

New York - Reykjavík
Latin Ensemble
Latin plata Halla Guðmunds er nýstárlegt tónlistarverk sem byggir á frumsköpun og samvinnu við alþjóðlega tónlistarmenn. Haraldur hefur nú þegar samið megnið af tónlistinni og vinnur að útsetningum með gítarleikaranum Róbertu Andersen (Hist og, MÚM ofl.)
Marc Urselli er margverðlaunaður upptökumaður, þar af, 3 Grammy verðlaun en hann hefur tekið að sér upptökur og hljóðblöndun verkefnissins. Upptökur fara í Audio Confidential á Manhattan. Höfundurinn Halli Guðmunds og Roberta fara til New York til að taka upp plötuna og æfa og undirbúa upptökur með kúbönskum slagverksleikurum frá New York, ásamt spænskumælandi söngvara sem Urselli hefur valið til verksins.
Urselli hefur 7 sinnum verið tilnefndur til Grammy Verðlauna og 3 sinnum hlotið verðlaunin, hann unnið með listamönnum á borð við Lou Reed, Nick Cave, U2 og Marc Ribot ásamt fjölda annarra listamanna. Marc Ribot mun spila inn á nokkur lög með sveitinni, en Ribot hefur verið áberandi gítarleikari í popp, rokk og jazz heiminum í fjöldamörg ár og hefur unnið mikið með Tom Waits, Norah Jones, John Zorn of fleirum. Upptökurnar taka þrjá daga og fara fram með bandarískum slagverksleikurum og söngvara frá New York.
Platan verður gefin út á erlendu útgáfufyrirtæki (Enja/Yellowbird) og kynnt með tónleikum og kynningarefni í Evrópu og Bandaríkjunum. Umboðsmaður sveitarinnar er Sveinn Snorri Sverrisson.

Marc Ribot, gítarleikari
Árið 2019 gaf Halli út hljómdiskinn Monk Keys með nokkrum af fremstu jazz tónlistarmönnum austurríkis, Kletzander, Friedl og Reiner.
Tónlistin var undir sterkum áhrifum frá hljóðheim Thelonious Monk, Coltrane og klassíska jazzins.
Við þess að kynna tónlistina á íslandi setti Halli saman nýjan kvartett utan um verkefnið, en það eru þeir Steinar Sigurðarson á tenór og sópran sax, Daði Birgisson á píanó og Óskar Kjartansson á trommur.
Platan "At his house" var tekin upp haustið 2024 í heimahúsi í Reykjavík á einum degi og hljóðblönduð árið 2025 af Ásgeiri Aðalsteinssyni.
Áætlaður tími vinyl útgáfu er Vor 2026.
