Verkefni & útgáfur

Funk/rokk gítar trío. Halli Guðmunds er höfundur alls efnis sveitarinnar og leikur á rafbassa, en með honum leika ítalski gítarleikarinn Ivan Miglioranza og austurríski trommarinn Max Santner
Platan "Party" var tekin upp í Salzburg árið 2013, hljóðblönduð og hljómjöfnuð af Sigurdóri Guðmundssyni (Skonrokk studios) "Party" kom út árið 2016 og eru undir sterkum áhrifum gítarleikarans John Scofield.
🎧 Hlusta hér
🛒 Kaupa vinyl
Party - Freaks Of Funk

Monk keys - Halli Guðmunds Jazz Quartett
Halli Gudmunds Jazz Quartett gaf út plötuna "Monk keys" árið 2019, en hér leikur Haraldur á kontrabassa með austurrískum tónlistarmönnum. Lukas Kletzander á píanó, Robert Friedl á tenór saxófón og Wolfi Reiner á trommur. Öll tónlist plötunnar er eftir Halla.
🎧 Vantar hér

Black and White – Chet
Kvartett Halla Guðmunds gaf út plötuna "Black and White - Chet" árið 2020, en hér er á ferðinni trommulaus píanó kvartett og allar útsetningar í anda Chet Baker. Hér leikur Snorri Sigurðarson á flygilhorn, Agnar Már Magnússon á píanó, Böðvar Reynisson syngur. Halli leikur hér á kontrbassa og er höfundur tónlistar og texta.
🎧 Hlusta hér

Halli Guðmunds Trio – Tango For One
Halli Guðmunds trio. Hér leitar Halli til suður ameríku í tónsköpun sinni og er Tango For One undir sterkum latin áhrifum. Halli leikur hér á kontrabassa ásamt gítarleikaranum Andrési Gunnlaugsyni sem leikur á fjölmörg mismunandi hljóðfæri á plötunni og trommaranum Matthíasi Hemstock, sem einnig leikur á slagverk. Ómar Guðjónsson stjórnaði upptökum og hlóðblöndun og Ivar "Bongo" Ragnarsson hljómjafnaði.
🎧 Hlusta hér

Club Cubano – Live at Mengi (2025)
Club Cubano er nýjasta verkefni Halla. Hér er hann kominn aftur á rafbassa og leiðir stórt band íslenskra jazzara. "Live at Mengi" var tekin upp á tónleikum í Mengi við Óðinsgötu fyrir fullu húsi gesta árið 2024. Jóel Pálsson tenór / sopran sax, Hilmar Jensson rafgítar, Daníel Helgason tres gítar/ orgel / tónlistarstjórn, Matthías Hemstock trommur, Kristofer Rodriguez Svönuson slagverk. Öll tónlist eftir Harald Ægi.